Málaði sófann hvítan – Fékk alveg nýtt útlit

Það er alltaf skemmtilegt þegar hægt er að gefa gömlum hlutum nýtt líf. Þannig  má spara talsvert af peningum og húsgögnin fá að lifa aðeins lengur, sem er gott fyrir umhverfið.

Dundar sér við að gera upp gömul húsgögn heima

1010859_10152427832567848_1147487209850631180_n

María Anna Guðmundsdóttir ákvað að taka gamlan sófa í gegn og leyfði okkur að birta myndir af umbreytingarferlinu. Hún segist hafa aflað sér upplýsinga á netinu og fengið leiðbeiningar í gegnum Pinterest og látið vaða!

„Ég byrjaði á því að þrífa sófann, ryksugaði og með blautri tusku. Svo blandaði ég einn textile medium á móti einni dós af málningu. Fyrst spreyjaði ég vatni með úðabrúsa til að bleyta efnið til að það dragi betur í sig svo byrjaði ég að mála. Ég notaði um það bil 2.5 lítra af málningu og þetta kostaði mig í apríl um 15.000 kr.“

María Anna segist hafa notað svamprúllu og farið alls fjórar umferðir yfir allan sófann þar sem hann var mynstraður. Hún telur að ekki þurfi jafn margar umferðir á einlita sófa. Nauðsynlegt er að fara yfir sófann með mjúkum sandpappír eftir að hann er orðinn alveg þurr.

„Þessi sófi er notaður alla daga og hefur verið það síðan hann var málaður í apríl. Hann er að sjálfsögðu aðeins stífari en hann var áður en ekki þannig að maður hugsi um það.“

Samkvæmt Maríu Önnu er liturinn pikkfastur og er ekki að smitast yfir á fötin. Sófinn góði hefur fengið alveg nýtt líf og það birtir til í stofunni eftir yfirhalninguna.

Screen Shot 2014-11-11 at 12.12.52

María Anna notaði þessa akrílmálningu

 Screen Shot 2014-11-11 at 12.13.01

Akrílmálningunni var blandað saman við Textile Medium sem mýkir litinn

 

10377243_10152898061927848_4057889869186272933_n

Svona leit sófinn út fyrir yfirhalningu

10432957_10152898062647848_8015259971434434063_n

Hér er fyrstu umferð komið á sófann

10429480_10152898063252848_6957889256039857732_n

954722_10152898067882848_2579936244748702632_n

Útkoman! Glæsilegur sófi sem prýðir stofuna vel

Á Bland.is finnurðu gott úrval af sófum í öllum stærðum og gerðum. Hér er beinn hlekkur á úrvalið!

SHARE