Þetta er mjög sniðug hugmynd frá The Painted House. Þetta eru málningarrúllur sem eru mynstraðar til að líkja eftir veggfóðri. Þeir vita það sem hafa lagt veggfóður hversu mikil vinna það er og þarf lítið að gerast til þess að það gerist einhver mistök.
Það eru tvær tegundir af rúllum, önnur er til þess að mála veggi en hin er til þess að mála á efni. Rúllurnar eru mjög einfaldar í notkun og hægt að nota þær aftur og aftur.
Þú getur séð kennslumyndband hér.
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.