Hinn bandaríski Brent Ray Fraser málar myndir af frægu fólki. Þá einna helst af kóngafólki. Og með hverju málar hann myndir sínar? Jú, með sprellanum á sér. Á meðal nýjustu verka hans eru til dæmis flennistórar andlitsmyndir af bæði Díönu prinsessu og Elísabetu Englandsdrottningu.
Sjá einnig: „Hvað er eðlilegt typpi?” – Rannsókn sviptir hulunni af reðurlengd karla
Að skapa list æsir mig. Það er þó betra að nota ,,áhaldið” þegar það er ekki í fullri reisn.
Listamaðurinn, sem er 36 ára gamall, vinnur aðallega með akrýlmálningu. Verk hans eru föl fyrir rétt rúmlega milljón eða 5.300 pund.
Sjá einnig: Reyndi að bíta af kærastanum typpið og veitti honum áverka með fartölvu
Guðrún Veiga er fædd og uppalin á Eskifirði. Hún er mannfræðingur að mennt, mikill matgæðingur, mamma og múltítasker. Guðrún Veiga hefur skrifað fyrir hina ýmsu miðla, unnið í sjónvarpi og skrifað eitt stykki matreiðslubók.