Maltbrauð
1 bréf þurrger
1 flaska malt
1/2 lítri súrmjólk
1 matskeið salt
1/2 dl dökkt sýróp
7 dl rúgmjöl
10-11 dl hveiti
Þetta er bara vanalegt gerdeig. Hafðu maltið volgt og það er hægt að gera úr þessu kringlótt stórt brauð úr þessu eins og risastór brauðbolla. Mörgum þykir gott að setja rúsínur í deigið til að hafa pínulítið sætt bragð.
Bakað á 175° í ca 50 mín.