Mamma Kristen Stewart ánægð með nýju kærustuna

Kristen Stewart virðist vera komin með kærustu. Þetta staðfestir móðir Kristen, hin 55 ára gamla Jules Stewart.

Jules segir að kærastan, Alicia Cargile, sé indælisstúlka og hún hafi ekkert nema gott að segja um þetta nýja samband dóttur sinnar.

Sjá einnig: Stjörnurnar á sínum yngri árum

kristen-stewart-alicia-cargile-dating-mom-confirms-relationship-ftr

Sjá einnig: Ástin blómstrar: Er Alicia nýja kærastan hennar Kristen?

„Hvað er annað hægt en að vera ánægð með að hún sé komin með nýja kærustu,“ segir Jules í The Sunday Mirror. „Ég hef hitt hana og kann vel við hana, hún er yndisleg stúlka.“

hjfftcvv

Því hefur verið haldið fram að Alicia sé einungis persónuleg aðstoðarkona Kristen og góð vinkona en svo virðist sem þær hafi reynt að halda sambandinu frá sviðsljósinu. Nokkrar myndir hafa þó náðst af þeim þar sem þær haldast í hendur og eru innilegar við hvor aðra.

Sjá einnig: Kristen Stewart skrifar ljóð – Sjáðu það hér!

alicia-cargile-kristen-stewart-hand-holding-girlfriends-robert-pattinson-engagement-spl-ftr

 

SHARE