Mannaflensan: Hljóðlausi morðinginn

Árstíð illa snýttra nasa, hóstakjölturs og kjökurs fárveikra karla er runnin upp, gott fólk. Mannaflensan, sem gerir vart við sig á hverju einasta ári, er handan við næsta horn og er víst ekkert grín að eiga við.

Konur virðast að mestu ónæmar fyrir Mannaflensunni, sem leggst því þyngra á sterkara kynið – veldur jafnvel útbrotum, hindrar fótboltaáhorf, stuðlar að aukinni rúmlegu – og í svæsnustu tilfellum; stöðvar jafnvel alla framleiðni á húsverkum.

Sérfróðum verður gjarna tírætt um Mannaflensuna í upphafi hvers árs, en ekki liggur fyrir hvar flensan gerði fyrst vart við sig. Þó eru uppi getgátur – og um það hafa erlend tímarit fjallað – að Mannaflensan sé raunveruleg, skaðvænleg og aldrei er sú staðreynd ítrekuð nægilega oft, að Mannaflensan getur í einhverjum tilfellum valdið varanlegum skaða.

Myndbandið hér að neðan er ekki nýtt af nálinni – það er svo Mannflensan ekki heldur – en þjónar sem skörp áminning til þeirra sem aldrei hafa upplifað Mannaflensuna – að um dauðans alvöru er að ræða.

Mannaflensuna skyldi enginn taka léttvæglega: 

Tengdar greinar:

Kvef eða flensa?

10 skrýtnustu sjúkdómar í heimi

Af hverju missa karlmenn allt í einu niður standpínuna?

SHARE