Hús Sandy og Kirsten Cohen úr sjónvarpsþáttunum The O.C. er nú til sölu.
Þið sem horfðuð á sjónvarpsþættina ættuð að kannast við húsið en þar bjó einnig unglingspilturinn Seth og seinna meir vandræðaunglingurinn Ryan Atwood en hann bjó í gestahúsinu.
Sjá einnig: Gossip Girl stjarna á von á barni
Ytra útlit hússins var notað í þáttunum en svo virðist sem gestahúsið sem Ryan dvaldi hafi ekki verið hluti af alvöru eigninni.
Húsið er tæplega 600 fermetrar og er með sex svefnherbergi og 7 baðherbergi. Fasteignin er ekki staðsett í Orange County heldur í Malibu og er með glæsilegt útsýni yfir Kyrrahafið.
Sjá einnig: Heima hjá McDreamy – Myndir
Kristín Helga er óumdeilanlega mesti Kardashian aðdáandi Íslands og nærliggjandi landa. Hennar heitasta ósk er að vera vinkona Khloe Kardashian.
Hún hefur áhuga á öllu mögulegu og þar á meðal að lesa og skrifa um fræga fólkið í Hollywood.