Það muna eflaust margir eftir þáttunum um barnfóstruna háværu Fran Fine sem voru afskaplega vinsælir um miðjan tíunda áratuginn. Þættirnir, The Nanny, fjölluðu um ærslabelginn Fran Fine sem missir vinnuna og fer í kjölfarið að passa þrjú börn sem ekkillinn Max Sheffield á. Sheffield og Fine fella síðan auðvitað hugi saman og fengum við að fylgjast með þeim í gegnum heilar sex þáttaraðir.
Sjá einnig: Manstu eftir Jamie litla úr One Tree Hill?
Leikaranir hittust aftur nú á dögunum og birti Charles Shaughnessy, sem lék Sheffield, myndir af gleðinni á Facebook.
Á þessari mynd má einnig sjá Renée Taylor, sem lék móður Fran.