Áttu í stöðugum vandræðum með að að syngja með á jólaböllum? Veistu ekki um hvað textarnir eiga að snúast? UMLAR þú með þegar allir hinir syngja hástöfum?
Ekki hafa áhyggjur! Ekkert okkar MAN alla textana við jólasöngvana. Og flest bullum við bara! Búum til ný orð … fylgjum hljómfallinu … og brosum okkar blíðasta – sannfærð um að enginn taki eftir því að við höfum enga hugmynd um hvaða orð kemur næst!
Sjáðu bara hvað gerist þegar nokkrir einstaklingar voru beðnir um að syngja með vinsælustu jólalögunum vestanhafs sem hafa ómað á helgasta tíma ársins undanfarna áratugi …. hughreystandi, finnst ykkur ekki?
Tengdar greinar:
Sjáðu vinsælustu lög ársins 2014
Litla krúttið sem kann að meta Queen! – Myndband
Skálmaldarvíkingur fer út að hlaupa
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.