Maraþon lasagna

Hún Berglind hjá http://lifandi líf er með alveg frábærar hollar uppskriftir á síðunni sinni, auk allskonar fróðleiks um hollustu. ég hvet ykkur til að skoða síðuna hennar.

Hér kemur fróðleikur fyrir hlaupara og svo þetta líka kraftmikla Lasange.

Fróðleikur:

Allir sem að einhvern áhuga hafa á að fylgjast með langhlaupi vita væntanlega að í nóvember 2017 gerðust þeir merkilegu atburðir í Bandaríkjunum að Shalane Flanagan var fyrst bandarískra kvenna til að vinna NYC maraþonið síðan 1977.  Hún hafði sagt fyrir hlaupið að þetta yrði væntanlega hennar síðasta hlaup og ætlaði hún að gefa sig alla í að sigra.  Eftir sigurinn fór þó að koma annað hljóð í þessa frábæru hlaupakonu enda var draumur hennar alltaf að vinna Boston maraþon sem henni hafði aldrei tekist.  Með sjálfstraustið að vopni eftir að hafa unnið í NY, ákvað hún að gefa sig alla fram og láta reyna á Boston í síðasta skiptið. 

Þar sem að Boston maraþonið er núna innan skamms, þá er tilvalið að kíkja á uppskrift Flanagan af lasagna sem hún fær sér yfirleitt kvöldið fyrir maraþon.  Að sjálfsögðu er öll næring úthugsuð hjá henni enda engin smá orka sem fer í að hlaupa maraþon á undir 2 klukkustundum og 30 mínútum. 

Uppskrift:

Þessi uppskrift gefur þér stórt fat af girnilegu lasagna.  Mjög þægilegt er að frysta afgangana og nota síðar eða hreinlega bjóða hlaupa-/hjóla-/æfingafélögunum í mat daginn fyrir stóran viðburð.

2 msk. olifuolía

700 g. kalkúnn, skorinn í mjög litla bita (jafnvel settur í matvinnsluvél).

3 stk. hvítlauksgeirar, kraminn

1 tsk. oregano

1 tsk. fennikkufræ

¼ tsk. cili pipar að eigin vali (t.d. cayenne pipar)

1 tsk. sjávarsalt

6 bollar marinara sósa

450 g. lasagnaplötur sem ekki þarf að sjóða

350 g. spínat

2 bollar maukaðar sætar kartöflur (Stillið ofninn á 200°C og setjið ca. 1 kg. af sætum kartöflum í álpappír og inn í ofn. Bakið í 45-60 mínútur og maukið niður).

450 g. ricotta

2 stk.  egg

¼ tsk. nýmalaður svartur pipar

450 g. mozzarella ostur, skorinn i þunnar sneiðar

1 bolli parmesan ostur, rifinn niður

  • Forhitið ofninn á 200°C.
  • Hitið eina matskeið af olífuolíu á stórri pönnu á miðlungs hita. Setjið kalkún, hvítlauk, oregano, fennel, chili pipar og ½ tsk. af salti á pönnuna og eldið þar til kalkúnninn er ljósbrúnn, ca. 5 mínútur.  Bætið marinara sósunni út í og látið malla við vægan hita á meðan þið undirbúið áframhaldið.
  • Hitið eina matskeið af olífuolíunni á annarri pönnu á miðlungs hita. Setjið spínatið á pönnuna ásamt ½ tsk. salti og veltið á pönnunni í ca. 3 mínútur.
  • Blandið saman sætu kartöflunum, ricotta, eggjunum og svörtum pipar í skál.
  • Í stórt eldfast mót, byrjið að setja kalkúna blönduna sem neðsta lag og lasagna plötur yfir. Setjið síðan sætu kartöflu blönduna yfir plöturnar og allt spinatið yfir það.  Setjið lasagna plötur yfir.  Setjið kalkúna blönduna sem næsta lag og ofan á hana raðið mozzarella sneiðunum ofaná.  Raðið lasagna plötum ofaná það og klárið alla sætkartöflu blönduna og ef eitthvað annað er eftir og endið á parmesan ostinum. 
  • Setjið álpappír yfir eldfasta mótið og setjið í miðjan ofninn.  Látið bakast í ca. 45 mínútur.  Takið álpappírinn af og látið bakast í 10-15 mínútur, þar til farið er að bubbla vel í því og osturinn orðinn gylltur.   

    

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here