Ok! Ef Ragnheiður hjá Matalyst á ekki skilið eitt STÓRT „Like“ fyrir þessa uppskrift, þá er eitthvað að! Þessi verður gerð ekki seinna en um helgina.
Hráefni
6 eggjahvítur
300 g sykur
1 tsk lyftiduft
100 g Rice krispies
Aðferð
Hitið ofninn í 120 gráður blástur.
Eggjahvítur þreyttar þar til þær byrja að freyða þá er sykrinum bætt út í ásamt lyftidufti, stífþeytið. Bætið Rice krispies varlega út í í lokin með sleikju.
Setjið bökunnarpappír á ofnplötu, teiknið hring eftir t.d botni á formi eða disk. Setjið marensinn á og dreifið út.
Setjið inn í 120 gráðu heitan ofninn í 90 mín.
Á milli
1/2 l rjómi
8 kókosbollur litlar (1 pakki)
Þeytið rjómann, bætið kókosbollunum út í brjótið þær niður með sleikju, hrærið varlega saman við rjómann. Setjið á milli botnanna.
Krem
200 g snickers (4 lítil stykki)
50 g smjör
4 eggjarauður
60 g flórsykur
Aðferð
Bræðið súkkulaði og smjör saman í potti við vægan hita.
Þeytið eggjarauður og flórsykur vel saman þá meina ég vel.
Hellið súkkulaðiblöndunni í mjórri bunu út í hrærivélaskálina, blandið varlega þar til komið er saman.
Setjið yfir kaldan botninn.
Skreytið af vild, eða ekki…