
Þær gerast nú varla girnilegri en þetta. Þessi uppskrift kemur að sjálfsögðu frá Matarlyst. Dásamlega góð!
Marens
6 eggjahvítur
300 g sykur
1 tsk lyftiduft
100 g Rice krispies
Aðferð
Hitið ofninn í 120 gráður og blástur. Eggjahvítur þreyttar þar til þær byrja að freyða þá er sykrinum bætt út í ásamt lyftidufti, stífþeytið, bætið Rice krispies út í í lokin með sleikju vinnið varlega saman. Setjið bökunarpappír á ofnplötu, teiknið hring eftir t.d botni á formi eða stórum matardisk. Setjið marensinn á og dreifið út í ca 28-30 cm stóran hring. Athugið að gott er að smyrja marensinn út þannig að smá brún myndist til að karamellusósan leki ekki niður. Setjið inn í 120 gráðu heitan ofninn í 90 mín.
Gott er að láta botnana kólna í ofninum.
Á milli
750 ml rjómi þeyttur
8-12 kókosbollur litlar
Þeytið rjómann, takið smá slettu frá ef skreyta á kökuna með berjum. Bætið kókosbollunum út í brjótið þær niður með sleikju blandið saman við rjómann. Setjið á milli botnanna.
Karamellusósa
2 pokar dumle karamellur
1 dl rjómi
Aðferð
Setjið karamellur og rjóma saman í pott, bræðið saman á afar lágum hita. Látið karamellusósuna standa á borði eða ísskáp þar til karamellusósan hefur kólnað alveg, hellið yfir tertuna, athugið að gott er að setja kökuna inn í ísskáp láta karamellusósuna stífna aðeins áður en hún er skreytt.
Ofaná tertuna
Dumle karamellusósu
Rjómi þeyttur
Bláber
Jarðaber
Kókosbollur

Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.