Marensterta með kókosbollurjóma og dumle karamellusósu

Þær gerast nú varla girnilegri en þetta. Þessi uppskrift kemur að sjálfsögðu frá Matarlyst. Dásamlega góð!

Marens

6 eggjahvítur
300 g sykur
1 tsk lyftiduft
100 g Rice krispies

Aðferð

Hitið ofninn í 120 gráður og blástur. Eggjahvítur þreyttar þar til þær byrja að freyða þá er sykrinum bætt út í ásamt lyftidufti, stífþeytið, bætið Rice krispies út í í lokin með sleikju vinnið varlega saman. Setjið bökunarpappír á ofnplötu, teiknið hring eftir t.d botni á formi eða stórum matardisk. Setjið marensinn á og dreifið út í ca 28-30 cm stóran hring. Athugið að gott er að smyrja marensinn út þannig að smá brún myndist til að karamellusósan leki ekki niður. Setjið inn í 120 gráðu heitan ofninn í 90 mín.

Gott er að láta botnana kólna í ofninum.

Á milli

750 ml rjómi þeyttur
8-12 kókosbollur litlar

Þeytið rjómann, takið smá slettu frá ef skreyta á kökuna með berjum. Bætið kókosbollunum út í brjótið þær niður með sleikju blandið saman við rjómann. Setjið á milli botnanna.

Karamellusósa

2 pokar dumle karamellur
1 dl rjómi

Aðferð

Setjið karamellur og rjóma saman í pott, bræðið saman á afar lágum hita. Látið karamellusósuna standa á borði eða ísskáp þar til karamellusósan hefur kólnað alveg, hellið yfir tertuna, athugið að gott er að setja kökuna inn í ísskáp láta karamellusósuna stífna aðeins áður en hún er skreytt.

Ofaná tertuna

Dumle karamellusósu
Rjómi þeyttur
Bláber
Jarðaber
Kókosbollur

SHARE