Margt um að vera á degi íslenskrar náttúru

Náttúran lætur á sér kræla á degi íslenskrar náttúru þann 16. september, þar sem spúandi eldgígar gjósa enn af áfergju. Ósjálfrátt verður maður djúpt snortinn af þeim frumkröftum sem búa í náttúruöflunum sem hafa í gegnum árþúsundin mótað bæði umhverfið og fólkið sem þar býr.

Þetta er í fjórða sinn sem deginum er fagnað og af því tilefni verður efnt til ýmiskonar viðburða víðsvegar um landið. Á vefnum nattura.is hefur verið tekin saman ítarleg dagskrá þar sem fólki gefst bæði kostur á að heiðra og njóta náttúrunnar með þátttöku sinni.

Má þar einna helst nefna hjóla- og gönguferðir víðsvegar um landið, fuglaskoðanir í Fossvogskirkjugarði, hellasýningu í Náttúrufræðistofu Kópavogs, grillveislu og skógargöngu í Mosfellsbæ, ókeypis námskeið í notkun GPS tækja hjá Landmælingum Íslands, samgönguvika verður sett í dag og að lokum býður Náttúruminjasafns Íslands gesti velkomna.

HÉR má nálgast dagskrána.

 

SHARE