Marimekko fatnaður og fylgihlutir komu í búðina í dag. Meðal þess í boði eru hinir klassísku Mari-randabolir fyrir konur og karla, einnig kjólar, töskur og fylgihlutir frá nýjustu vor- og sumarlínunni.
„Við höfum rekið Suomi PRKL! Design búðina í Reykjavík í tæpt ár og hefur gengið vel. Til að fagna HönnunarMars vildum við breyta svolítið til og bæta finnskri fatahönnun við það sem við erum að bjóða upp á. Margir af okkar föstu viðskiptavinum hafa verið að spyrjast fyrir um Marimekko föt og við erum mjög ánægðar núna að geta loks glatt alla Marimekko aðdáendurna”, segir Maarit Kaipainen, annar eigangi verslunarinnar.
Marimekko var stofnað af Armi Ratia árið 1962. Hún skilgreindi Marimekko merkið sem „menningarlegt fyrirbæri”. Enn í dag bera mjög margir sterkar tilfinningar til merkisins.