Eins og glöggir lesendur Hún.is hafa tekið eftir þá er Marín Manda Magnúsdóttir farin að skrifa á Hún.is. Hana þekkja margir á Íslandi þrátt fyrir að hún hafi lengi búið í Kaupmannahöfn.
Marín Manda er fatahönnuður, háskólanemi, stílisti, bloggari, og móðir. Hún var í námi í Kaupmannahöfn og rak eigin barnafataverslun í hjarta borgarinnar og það má með sanni segja að hún hafi góða reynslu af tískuheiminum. Hún er mikill fagurkeri, elskar „vintage“ flíkur, sögulega muni og markaði og myndi glöð vilja eiga fataskáp Kate Moss.
Við erum mjög stoltar af því að fá Marín Möndu til liðs við okkur og vitum að hún verður mjög skemmtileg viðbót við síðuna.
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.