Kjúklingurinn svíkur ekki!
Stundum er vinnudagurinn langur og maður velur fljótlegustu leiðina til að koma kvöldmatnum á borðið. Hefurðu spáð í að marínera kjúklinginn t.d. kvöldið áður en þú ætlar að nota hann? Kjúklingur maríneraður t.d. í Cajún sósu geymist mjög vel í ísskápnum og svo seturðu hann bara á grillið þegar þú ert tilbúin(n) til þess.
Sinneps marínering
efni:
- 1/4 bolli Dijon sinnep
- 2 matsk. nýpressaður sítrónusafi
- 1-1/2 tsk. Worcestershire sósa
- 1/2 tsk. tarragon
- 1/4 tsk. nýmalaður svartur pipar
- 4 kjúklingabringur
Aðferð :
Blandið öllu efninu saman og hrærið. Smyrjið á bringurnar og setjið þær á disk. Látið standa á borðinu í 15 mín. eða í ísskápnum nokkra klukkutíma (t.d. yfir nótt). Grillið við miðlungshita í u.þ.b. 15 mín. eða þar til safi úr bringunum er glær. Snúið einu sinni.
Cajun marínering
efni:
- 2 tsk. Cajun krydd
- 1/4 tsk. pipar
- 1/2 tsk. salt
- 1/2 tsk. laukduft
- 1/2 tsk. hvítlauksduft
- 2 matsk. jurtaolía
- 4 kjúklingabringur
Aðferð:
Blandið saman kryddi og olíu og smyrjið á bringurnar. Látið þær í poka og geymið í ísskáp í a.m.k. klukkustund. Grillið bringurnar á hvorri hlið í 5-7 mín eða þar til safinn úr þeim er glær.
Kjúklingalundir
Mátulegt fyrir 4.
efni:
- 1 – 1 1/2 pund af kjúklingalundum
- 1/2 bolli cesar salad sósa
- 1 matsk. ólívuolía
- smá hvítlauksduft
- 1/2 tsk. þurrt baskil
- 1 meðalstór laukur, fínt saxaður
- svolítill pipar
Aðferð :
Þurrkið allan vökva af kjúklingnum. Setjið allt efnið í skál, blandið, setjið pappír yfir skálina og geymið í 1-2 klst. Grillið í 5-8 mín. á hvorri hlið eða þar til vökvinn úr kjötinu er glær og kjötið orðið ljósbrúnt.