Mark Wahlberg (48) hefur sjaldan litið betur út. Munið þið eftir honum þegar hann gekk undir nafninu Marky Mark?
Ég man að okkur vinkonunum, sem höfðum hlustað á New Kids on the Block, fannst hann frekar djarfur að vera alltaf að sýna nærbuxurnar sínar og hann hreyfði sig frekar djarft á sviðinu. Það hefur margt breyst síðan þá.
Sjá einnig: Kate Middleton er ánægð með Meghan Markle
Allavega! Þetta var smá útúrdúr. Mark hefur verið að spóka sig um ber að ofan og þessi mynd er af Instagram-inu hans frá því í fyrradag. Hann er eins og grískt goð, meitlaður í stein! Granítharður!
View this post on Instagram
F45 results 45 day challenge. @f45_training #ageisjustanumber #nowine54days #cleaneating
Mark er 4 barna faðir og er með 13 milljón fylgjendur á Instagram. Við myndina merkti hann #ageisjustanumber, sem er ábyggilega rétt, aldur er bara tala.
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.