Fundarsalur Arion banka í Borgartúni var þéttsetinn á morgunfundi Ímark fyrr í vikunni en fundarefnið var vægi markaðsmála í íslenskum fyrirtækjum. Forstjóri bankans, Höskuldur Ólafsson, var einn fyrirlesara en það voru líka Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár, Kristín Eysteinsdóttir borgarleikhússtjóri og Guðrún Hafsteinsdóttir, markaðsstjóri Kjöríss.
Í fyrirlestri Guðrúnar kom fram að hún notar 5-10% af veltu Kjöríss í markaðsmál fyrirtækisins.
Myndir frá deginum má sjá hér:
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.