Marmarakaka með súkkulaði og sítrónu

Þessi klassíska og ljúffenga kaka er frá Ljúfmeti og lekkerheit. 

Marmarakaka með súkkulaði og sítrónu (uppskrift frá Hembakat)

  • 3 egg
  • 2 ½ dl sykur
  • 1 ½ tsk lyftiduft
  • 3 dl hveiti
  • 100 g smjör
  • 1 dl mjólk
  • 2 tsk vanillusykur
  • sítrónuhýði af einni sítrónu (passið að rífa léttilega þannig að hvíti hlutinn komi ekki með)
  • 1 ½ msk kakó

Yfir kökuna:

  • um 25 g suðusúkkulaði, brætt

Hitið ofninn í 180°. Hrærið egg og sykur saman þar til blandan er létt og ljós. Bætið hveiti og lyftidufti saman við. Bræðið smjörið og blandið því saman við mjólkina. Hrærið blöndunni saman við deigið, þar til það er orðið slétt.

Setjið helminginn af deiginu í aðra skál. Hrærið vanillusykri og rifnu sítrónuhýði saman við deigið í annarri skálinni og kakói saman við deigið í hinni skálinni.

marmarakaka11

Setjið ljósa deigið í smurt formkökuform (ca 1 ½ líter að stærð). Setjið súkkulaðideigið yfir og blandið varlega saman með gaffli. Bakið neðst í ofninum í 40-45 mínútur. Látið kökuna kólna í forminu. Skreytið með bræddu súkkulaði.

Ljúfmeti á Facebook

SHARE