ATH. Þessi grein er aðsend. Lesendum er frjálst að senda inn greinar undir nafnleynd í Þjóðarsálina, en þær skoðanir sem birtast hér í Þjóðarsálinni endurspegla hvorki ritstjórnarstefnu né skoðanir HÚN.IS
Þetta byrjaði allt saman með því að vinkona mín sem átti afmæli. Hún kom heim til mín þar sem ég var bara að fara að sofa og hún ákvað að hætta við afmælispartýið og vera bara með bestu vinkonu sinni og hafa smá gaman. Þessi smá gleði breyttist bara í martöð af versta tagi.
Þegar við vorum á leiðinni út, kemur maður inn í gegnum þvottahúsið sem er sameiginlegt, hann hafði s.s verið að hanga með strákunum sem búa þar. Hann kemur og heyrir tónlist og kíkir hvort hann megi ekki koma til okkar. Ég auðvitað samþykkti það því þessi maður hefur, jújú komist í kast við lögin, en hann var alltaf svo ótrúlega góður, yfirvegaður á sinn hátt, vinur hans pabba og bara ágætur gaur.
Partýið endaði heima hjá mér eftir ballið sem hefur verið um 4 leitið. Þegar allir eru að týnast út um 6 leytið kannski, að mig minnir því ég man varla neitt því það var sett eitthvað í glasið hjá mér (ég var bara að drekka vatn á þessum tíma). Ég fann rosalega óþægilega strauma frá þessum fyrrnefnda manni þannig ég bað vin minn um að vera eftir, sem hann samþykkti því hann sá það á mér að eitthvað var ekki í lagi.
Ég vil taka það fram og allir sem voru þarna geta staðfest það, að ég var aldrei, ekki einu sinni að gefa honum undir löppina eða neitt. Ég meina „common“ þetta var vinur pabba…samt nær mér í aldri.
Nema hvað, svo fara allir og við erum bara þrjú og þá byrjar martöðin sem ég gleymi aldrei. Hann byrjar að bulla í okkur þvælu sem við skyldum ekki, um ástargyðjur og ég væri ein af þeim, kyssti á mér hendina (sem mér fannst ógeðslegt og bað hann um að hætta). Því næst byrjar hann að hóta vini mínum svo ógeðslegum hlutum að ég get ekki endurtekið þá, kastaði í hann iðnaðarlímbandi og sagði að líma fyrir munninn á sér, því hann væri alveg við það að drepa hann með hníf ef hann sagði eitt orð í viðbót.
Þá varð ég ennþá hræddari því ég mundi allt í einu söguna af því þegar hann tók konu og börn gíslingu fyrir nokkru síðan, með haglabyssu og ég hugsaði bara „guð minn góður.Ég verð drepin núna“ og það var tilfinning sem ég óska ekki versta óvini mínum. Því næst verður hann enn meira klikkaður, talar eins og við séum saman og ég hafði svikið hann og skyldi sko fá að borga fyrir það. Þetta væri bara byrjunin því ég VÆRI HANS (þetta var í fyrsta skipti sem ég hafði hangið með honum og það voru bara nokkrir tímar síðan. Nú klikkaðist hann af ástarþráhyggju útí mig.)
Hann sagði við strákinn að horfa ekki á sig, horfa bara niður því annars væri hann dauður. Var endalaust að labba í kringum okkur með grænan hníf eða eitthvað í hendinni, við sáum þetta ekki alveg nákvæmlega, en hann talaði um að skera okkur svo við áætluðum að hann væri með hníf í hendinni.
Ég man eftir því þegar ég var að lesa sms frá mömmu minni þar sem hún var að biðja mig afsökunar um rifrildi sem átti sér stað og ég ætlaði að svara „elsku mamma, ég elska þig svo mikið“ en hann tók af mér símann áður en ég náði að svara og ég hugsaði „ guð……. mamma á aldrei eftir að vita hvort ég las þetta eða ekki og fór að hágráta yfir því að hún myndi finna mig dauða og hún myndi halda að ég hafi ekki náð að lesa afsökunarbeiðnina.
Því næst er ég komin í grúfu, hágrátandi yfir þessum geðsjúkling og „stalker“ sem stóð yfir mér. Þrisvar sinnum hélt ég að hann ætlaði að berja mig en hann gerði það bara einu sinni. Svo fer hann að bulla um það að við ættum að vera saman að eilífu og ég væri hans og ENGINN gæti sko tekið mig frá honum og ef einhver myndi reyna það yrði sá aðili DREPINN.
Ég ligg þarna í grúfu þegar hann kemur að mér, með grænan pappa sem hann var búin að búa til sem hníf, kemur hratt að mér og stingur mig í andlitið og ég hélt að þetta væri mín stund til þess að fara. Nei nei, opnar hann „hnífinn“ og hlær upphátt og segir að þetta sé bara pappír. Ég man voða lítið eftir þessu öllu saman, en þessu gleymi ég aldrei. Ef að þessi vinur minn hefði ekki verið þarna, þá er ég viss um það að ég væri dáinn, hann hefði nauðgað mér og drepið.
Ég vil líka koma því fram hvernig lögreglan tók fáránlega á málunum. Þau, vitandi sögu hans fóru þar sem hann svaf, það voru fullt af vopnum þarna sem þeir tóku ekki af honum og hann laug sig náttúrulega út úr þessu og löggan slepptu honum. Samt voru sönnunargögn út um allt og ég var með ekka af gráti (svona hræðslu er ekki hægt að feika).
Því næst ætluðum við (og ætlum) að kæra hann en þegar við fórum upp á stöð tóku þeir þessu bara engan veginn alvarlega, þó svo að maðurinn sé þekktur fyrir að taka svona geðköst.
Og ég er mjög hrædd ennþá í dag, hann er bara laus, ég bý ein, pabbi er í svíðjóð og mamma ekki til staðar. Aldrei treysta náunganum, það er það sem ég lærði af þessari martöð sem ég var vakandi í gegnum.
Tengdar greinar: