Þetta mun vera ein af ógeðfelldari fréttum vikunnar, en geitungabúið sem má sjá á meðfylgjandi forsíðumynd hér að ofan og svo nánar í myndasafni við þessa grein er ættað úr Mosfellsbænum og var eyðilagt nú í vikunni.
Þó sumarið hafi verið vætusamt og hlýjindin látið á sér standa, lifa skordýr ágætu lífi í vætunni en leita þó í búgerð á skjólríkum stöðum. Eigandi gasgrillsins, sem er kona nokkur í Mosfellsbæ, fann geitungabúið þegar hún loks ákvað að opna grillið fyrir fyrr í þessari viku og við blasti viðbjóðurinn, iðandi geitungabú og eitt það alstærsta sem meindýraeyðirinn, sem var samstundis kallaður á staðinn, sagðist hafa augum litið.
Meindýraeyðir var umsvifalaust kallaður til á staðinn, en fyrsta verk var að deyða geitungana (gera þá óvíga) og í kjölfarið tók við klukkustundar bið. Þá tók meindýraeyðir til óspilltra mála og eyddi hinu tröllvaxna búi sem hafði verið byggt í gasgrilli grandalauss húseiganda í Mosfellsbæ.
Á upplýsingasíðu meindýraeyðisins má lesa upplýsingaþráð sem ber heitið „Getur geitungur búið til geitungabú í gasgrilli?” en svarið við spurningunni mun vera: „Jâ, það getur hann. Það er ótrúlegt hve hugmyndaríkur geitungurinn er.”
Smellið HÉR til að komast á vefsíðu meindýraeyðisins, en upplýsingar um geitungabit er að finna á vefsíðu Landlæknis, smellið HÉR
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.