
Mary-Kate Olsen (29) hefur gengið í hjónaband með franska bankamanninum Oliver Sarkozy (46). Parið hefur verið saman í þrjú ár og trúlofuðu sig á síðasta ári eftir að Oliver hafði beðið hennar í annað sinn.
Sjá einnig: Fór frá konu og börnum fyrir Mary Kate – 24 árum eldri en hún – Myndir
Fyrir á Oliver tvö börn úr fyrra hjónabandi, þau Julien (13) og Margo (11) og eru þau ásamt vinum og kunningjum ánægð með Mary-Kate og lýsa þau henni sem almennilegri og fyndinni manneskju.
Sjá einnig: Verst klæddu Hollywood stjörnurnar
Talið var í fyrstu að þau myndu gifta sig á næsta ári en þau giftu sig í New York nú á dögunum. Athöfnin var haldin í einkahúsnæði og var gestum boðið upp á veigar í bakgarðinum fyrir athöfnina. Það sem vakti einna mestu athygli er að þegar inn var komið, voru gestirnir beðnir um að skilja eftir síma sína við innganginn og voru síðan skálar af sígarettum fyrir fólk til að reykja allt kvöldið, sem þau síðan gerðu.
Mikill stærðar og aldursmunur: Mary-Kate nær vart eiginmanni sínum í öxl og er hann 17 árum eldri en hún.
Sjá einnig: Eldri fyrirsætur ryðja sér til rúms sem aldrei fyrr
Dagbjört Ósk Heimisdóttir er af Ströndum en býr í borginni ásamt sonum sínum tveimur. Dagbjört er hárgreiðslumeistari en ákvað að breyta aðeins til að gerast penni hjá Hún.is. Nú starfar hún í frábæru teymi sem skrifar á vefinn.