Massakjúllinn er einn af þessum sígildu réttum á mínu heimili.
,,Æ, eigum við ekki bara að hafa massakjúlla ?”
Klikkar aldrei og mistekst aldrei, er alltaf bara rétt rúmlega fullkominn og rosalega góður.Frábært að skella í einn massakjúlla svona í miðri viku.
1 bakki kjúklingabringur/lundir
1 msk. sesamolía
1 lítil dós maísbaunir
1 brokkolíhaus
1 rauð paprika
Lúka af kasjúhnetum
2/3 krukka Hoi Sin sósa (frá Blue Dragoon)
Aðferð
1.Skerið kjúklinginn í litla bita og steikið í sesamolíunni.
2.Saxið niður brokkolí og papriku og hellið út á, ásamt maísnum.
3.Steikið létt í smástund og hellið svo sósunni yfir.
4.Látið malla í 15-20 mínútur og bætið hnetunum við í lokin.
Birna er tvítug Reykjavíkurmær. Hún er stúdent frá Verzlunarskóla Íslands og hefur mikinn áhuga á mataræði og heilbrigðum lífsstíl. Birna stundar Boot Camp, hlaup og lyftingar af kappi. Hún er dugleg að takast á við krefjandi áskoranir og leika lausum hala utan þægindarammans. Hvort sem það er utanvegahlaup, kraftlyftingar, þrekkeppnir eða annað í þeim dúr. Birna mun deila uppskriftum úr eigin tilraunaeldhúsi með lesendum Hún.is ásamt því að skrifa skemmtilega og upplífgandi pistla er snúa að heilbrigðum lífsstíl og sjálfsrækt.