Sigga talar um útlitsdýrkun og þráhyggjuna um að grennast. „Við pælum endalaust í mat og hvort við fitnum eða ekki. Ég á eina vinkonu sem er með þetta alveg á heilanum,“ segir Sigga, en þessi vinkona fór að borða eftir bókinni um mataræði blóðflokkanna og það breytti öllu. Þar endar sagan samt ekki.