Epsom saltið inniheldur sannkallaðan ofurmátt móður jarðar. Saltið er gífurlega ríkt af magnesíum og hefur verið notað í mörg ár sem náttúrulegur skrúbbur, meðhöndlað; auma vöðva, lítil sár, þurra húð og jafnvel krónísk veikindi. Epsom saltið dregur nafn sitt frá náttúrulegri lind á Surrey, Englandi. Saltið myndast frá jarðlögum þakin krít og leir, í rauninni er þetta ekki beint salt heldur náttúruleg myndun steinefna sem innihalda mikið magn af magnesíumi og súlfati.
Hér að neðan koma nokkrar af algengustu og áhrifaríkustu leiðum til að nota þetta undra salt:
Ráð gegn sólbruna
Vegna þess hversu bólgueyðandi Epsom saltið er, þá hefur það deyfandi áhrif á sólbruna húðarinnar.
Það sem þú þarft er:
· Tóma spreyflösku
· 2 msk af Epsom salti
· 1 bolla af vatni.
Leiðbeiningar:
· Blandaðu vatninu og Epsom saltinu saman og fylltu á tómu sprey flöskuna.
· Spreyjaðu blöndunni á svæðið sem er sólbrunnið
Streitulosandi bað
Að slaka á í Epsom salt baði, hefur ótrúlega slakandi og endurnærandi áhrif bæði á líkamlega og andlega heilsu. Þar sem Epsom saltið er svo ríkt af magnesíum þá slaknar á öllum vöðvum, dregur úr bólgum, kemur jafnvægi á ph gildi líkamans og dregur eiturefni úr líkamanum í gegnum húðina. Einnig er hægt er að bæta 1 bollum af saltinu í baðið hjá börnum sínum til að hjálpa þeim að sofa betur.
Það sem þú þarft:
· Bað af heitu vatni
· 2 bollar af Epsom salti
· Afslappandi andrúmsloft
Leiðbeiningar:
· Fylltu baðið af heitu – þæginlegu vatni
· Helltu 2 bollum af Epsom Saltinu í baðið og gefðu því tíma til að leysast upp
· Leyfðu þér að hvílast í baðinu að lágmarki 12.mínútur
· Mælum með að endurtaka 3x sinnum í viku fyrir bestan árangur
– Hægt er að versla kíló pakkningu í Blómavali og kostar það 2390 kr.
Djúphreinsandi Skrúbbur
Epsom saltið er ekki bara gott til inntöku eða í baðið heldur einstaklinga árangursríkt á heilbrigðan hátt sem djúphreinsandi skrúbbur á líkama og andlit. Hér að neðan eru leiðbeiningar fyrir skrúbb sem mælt er með á viðkvæm og þurr svæði líkamans, sem þarfnast endurnýjunar. Hægt er að búa til almennan skrúbb fyrir andlit með því að blanda hálfri teskeið af saltinu samhliða þínum daglega andlitshreinsi (mæli með lífrænum andlits-hreinsivörum).
Eina sem þú þarft fyrir líkamsskrúbb á þurr og viðkvæm svæði er:
· 2 bollar af Epsom salti
· ¼ bolli af Kókosolíu / Kakó smjöri (Hrátt og lífrænt, fæst hjá Sollu og í öllum helstu heilsubúðum).
· 3 dropar af Lavender olíu
· Meðalstóra skál
Leiðbeiningar:
· Blandið saman í meðalstóra skál; Epsom saltinu, Olíunni eða Smjörinu ásamt Lavender olíunni.
· Nuddið lausninni varlega á aum og þurr svæði.
Hreinsun líkamans
Hægt er að hreinsa líkamann á áreynslulausan máta með Epsom saltinu. Hér er ótrúlega einföld og áhrifarík uppskrift af hreinsun með Epsom salti, ólífuolíu – kaldpressaðari og lífrænum sítrónusafa.
Það sem þú þarft er:
· 2 dl Volgt vatn
· 4 tsk Epsom salt
· 2 msk kaldpressuð ólífuolía
· 2 msk lífrænn sítrónusafi.
Leiðbeiningar:
· Öllu blandað vel saman
· Drukkið í einum rikk
· Mælt með að endurtaka þessa uppskrift í 1 – 3. Daga
· Á meðan á hreinsun stendur mælum við með að borða einungis lífrænt grænmeti og grænmetissafa
– Hægt er að versla Epsom salt til inntöku í Lifandi Markað Borgartúni. Askjan kostar um 800 krónur.
Heimildir:
http://www.naturallivingideas.com/20-epsom-salt-uses/