Heitir, kósý og fallega fram bornir pottréttir geta verið frábær nýjung í fermingaveislum ásamt girnilegu eftiréttahlaðborði.
Auðveldur og ódýrari kostur sem gæti hentað þinni stórfjölskyldu.
Buffalo kjúklingachilli (fyrir 5 manns)
2 msk olífuolía
1 stór laukur
Sellerí
1 stór gulrót
5 hvítlauksgeirar
4-5 msk chili powder
2 tsk cumin
1 tsk reykt paprika
500 gr kjúklingalundir, skornar í bita
1 dós mexican refried beens
2 dósir tomato sauce
1 dós niðursoðnir tómatar
¼ bolla hotsauce/ hotwingsauce
115 gr rjómaostur
Rifin cheddar eða gráðostur yfir
Hita olífuolíu í potti á miðlungshita og steikið lauk, selleri og gulrót í um 5 minutur.
Bætið hvitlauknum við og kryddunum og steikið í um mínútu. Bætið kjúklingnum, baununum, tómatsósunni og niðursoðnu tómötunum við og steikið áfram í 20-25 mínútur
Blandið rjómaosti og hotsauce saman þar til mjukt.
Borið fram með rifnum cheddar eða gráðaosti.
—————
Nachos
2 stóra tortillu flögupoka
Pico de gallo
(Ofan á)
4 tómatar
1 grænt chili
1 rauðlaukur
Salt
Allt skorið i litla bita
Nautahakksbaunablanda
Ostasósa
1 msk olífuolía
500 gr nautahakk
4 hvítlauksgeirar
1 lítill laukur
1 rautt chili
1 tsk salt
1 ½ tsk chilipowder
1 ½ cumin
2 tsk cayenne pipar
1 dós mexican black bean eða refried beans
Komið tortilla flögunum fyrir á disk
Hitið olíu og bætið við hvítlauk, lauk, og chili og steikið í 2 mínútur
Bætið þá nautahakkinu við og kryddið með salti, chili, cumin og cayenne. Þegar hakkið er orðið eldað er bætt við baunum og látið malla í smá stund.
Hitið ostasósu í potti þar til volg, hellið yfir flögurnar setjið hakkblönduna jafnt yfir og ostasósu þar næst yfir og að lokum pico de gallo. Borið fram með heimagerðu guaqamolé og salsasósu.
Guaqamolé
½ bolli kotasæla
blandað við vel þroskuð avokado
1 tsk af sítrónusafa
1 tsk af limesafa
½ bolla söxuðum tómötum
1 tsk af hvítlauk
—————–
Kínverskur lambapottréttur frá Hagamel (fyrir 8-10 manns)
Með hvítlauksbrauði, gulum baunum og hrísgrjónum
500 gr lambagúllas
Skera kjötið í litla bita,
2 eggjarauður
5 msk olía
1 tsk karry
2 tsk lambakraftur
1 ½ tsk sykur
1 tsk salt
2 tsk sósulitur
2 msk worchestire sósa
1 msk soya
1 msk kartöflumjöl
Smá af mjólk
Öllu blandað saman í stóran pott, kjötið látið liggja í leginum í ½ sólarhring.
Þegar hitað upp er réttinum leyft að krauma í 10-15 mínútur með smáræði af vatni og ½ pela rjóma. Borið fram með hvítlauksbrauði, gulum baunum, hrísgrjónum og jafnvel hrásalati.
Gularbaunir:
Frosnar gular baunir
Ca. 2 msk af smjöri og ca. 3 tsk salt – öllu blandað saman þar til baunirnar verða mjúkar
———————
Í eftirrétt getur verið sniðugt að bjóða uppá „litla bita“ með kaffinu eins og karmellu-billjónerastykki og risavaxna Skógaberja „gateaux“ súkkulaðiköku sem er ómótstæðileg kaka.
Skógarberja „Gateaux“ súkkulaðikaka
6 egg
220 gr sykur
350 gr suðusúkkulaði (200gr saxað niður)
75 gr hveiti
4 msk hveiti
Skvetta af kirsuberjalíkjör
Fylling:
200 gr mascarpone ostur
150 ml þeyttur rjómi
Fræ úr einni vanillustöng
50 gr rjómasúkkulaði, saxað
400 gr kirsuber í dós
400 gr kirsuber
100 gr Red currants (fæst í frostnum pokum)
100 gr bláber
100gr hindber
Krem
350 gr suðusúkkulaði
250 ml matreiðslurjómi
Smá mjólk
Sma kirsuberjalíkjör (má sleppa)
Aðferð
Eggin þeytt í nokkrar mínutur á miðlungshraða, sykri bætt við og þeytt í nokkrar mínútur. 200 gr af súkkulaði brætt yfir vatnsbaði.
Með járnskeið er hveiti og kakó bætt varlega við sykurblönduna. Súkkulaðinu bætt við. Blanda vel saman og sett í 2 smurð form og bakað við 180 gráður í 20-25 mínútur.
Þegar botnarnir hafa kólnað er smá kirsuberjalíkjör leyft að dropa yfir þá.
Blandið saman mascarpone og þeyttum rjóma í skál og blandið vel saman. Bætið við saxaða súkkulaðinu og vanillufræjunum. Blöndunni er Smurt á botninn ásamt meirihlutanum af berjunum.
Restin af berjunum fer ofan á ásamt súkkulaði ganache
Súkkulaði ganache
Brjótið súkkulaði í hitaþolna skál. Sjóðið rjóma upp að suðumarki og hellið yfir súkkulaðið, leyfið að setjast í nokkrar mínutur aður en hrært saman. Bætið við mjólk og likjör ef vill. Sett yfir kökuna.
Karamellubilljónerastykki
Botn:
2 bollar smjör
1 bolli sykur
¼ bolli púðursykur, ljós
3 ¾ bolli hveiti
1/2 tsk salt
Setjið bökunarpappir í eldfast mót. Sykur og smjör hrært saman þar til létt og ljóst hveiti og salti bætt við. Sett í eldfast mót og bakað við 180 gráður í 30-35 mínútur.
Karamella
2 bollar sykur
12 msk smjör
1 bolli rjómi
1 tsk fínt sjávarsalt
Hita sykur á pönnu við mikinn hita. Þegar sykurinn byrjar að bráðna er gott að hræra í sykrinum þar til hann bráðnar. Smjöri hrært saman við. Pannan tekin af og rjómanum bætt við. Salti hrært við. Kæld í 10 mínútur.
Kökudeig
1 bolli smjör við stofuhita
½ bolli sykur
1 bolli púðursykur, ljós
2 msk rjómi
1 msk vanilla
1 ½ bolli hveiti
½ tsk salt
½ bolli súkkulaðidropar
Smjör og sykur hrært saman, rjóma, vanillu bætt við. því næst er hveiti og salti blandað við ásamt súkkulaðibitum. Kælt í ísskap á meðan ganache er undirbúið.
Ganache
1 ½ bolli dökkir súkkulaðidropar
1 bolli rjómi
1 msk vanilla
Þetta er svo allt sett saman ofan á botnana, karamellan, kökudeigið og Ganache.
Brauðréttir, súpa og kökur í veisluna – Uppskriftir
Einfaldar og góðar kökuuppskriftir í ferminguna
Guðbjörg Berg er 27 ara sælkeri og matgæðingur uppalin á Álftanesi en býr í Reykjavík með litlu systur sinni, unnusta, tveimur Labrador hundum og ketti! Guðbjörg hefur þurft að bjarga sér við eldamennsku frá 17 ára aldri og hefur upp frá því bæði þróað sínar eigin uppskriftir og rétti og betrumbætt eldri uppskriftir. Hún leggur mikið uppúr einföldum, bragðgóðum og hollari uppskriftum sem ættu að henta öllum.