Sítrónur örva meltingarensím og hafa mjög góð áhrif á lifrina.
Rauðrófur eru stútfullar af næringu og vítamínum sem hjálpa til við að brjóta niður eiturefni í lifrinni og gallblöðrunni. Þær eru trefjaríkar sem er gott fyrir meltinguna.
Epli eru trefjarík og innihalda pektín sem hjálpar til við að losa líkamann við þungamálma og aukefni úr mat.
Allt grænt grænmeti hreinsar líkamann.
Hrár hvítlaukur örvar lifrina til þess að framleiða ensím sem síar eiturefni úr meltingarfærum.
Grænt te er uppfullt af katekíni sem eykur virkni lifrarinnar.
Túrmerikrótin er afar hreinsandi og hefur verið notuð til þess arna frá örófi alda.
Greip hjálpar líkamanum að berjast gegn nýrnasteinum.
Ætiþistlar ýta undir gallframleiðslu.
Efni í aspas hjálpar lifrinni að vinna úr áfengi og er hann því góður þegar timburmenn banka upp á.
Heimildir: Fréttatíminn
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.