Matur sem óléttar konur ættu að forðast

Matur sem gæti verið óhollur fyrir ófædda barnið    

Það eru alls konar kerlingabækur um hvað maður má og má ekki gera meðan maður gengur með barn. En það er líklega rétt að huga að mataræðinu og við mælum með að óléttar konur lesi áfram!  

Þegar kona gengur með barn verða miklar hormónabreytingar í líkamanum og geta þær sumar valdið því að konuna fer að langa mjög mikið í eitthvað ákveðið að borða. Þá er öruggast að halda sig við frekar óbrotinn, hollan mat.  Það borgar sig að lesa vel á innihaldslýsingar og láta blandaðan mat helst eiga sig. Þegar borðað er á veitingastöðum er um að gera að spyrja hvað er í réttunum sem maður er að hugsa um að fá sér.  Það er mun viturlegra að vera öruggur um hvað maður er að borða en að vera næstu níu mánuði með áhyggjur af  að maður hafi nú borðað eitthvað  sem gæti skaðað barnið.

Þeir eru til sem segja að ólétt kona megi alveg borða hvað sem er en við mælum með að hún láti eftirtalinn mat eiga sig.

Hálfhrátt kjöt

Hér er rétt að muna vel: alveg fulleldað! Hvort sem verið er að elda steik heima eða pantaður er hamborgari á matsölustað skaltu alltaf panta kjötið fulleldað.

Hrár fiskur
Kannski langar þig í sushi en áhættan er alltof mikil fyrir barnið vegna þess hve mikið er þarna af bakeríum sem geta verið skaðlegar. Það sama á við um reyktan fisk eins og lax. Maturinn þarf að  vera fullsoðinn.

Fiskur mengaður af kvikasilfri
Í fiski er mikið af omega-3 fitusýrum sem eru mjög mikilvægar fyrir þróun heila barnsins. Því er konum ráðlagt að borða fisk á meðgöngu. En það skiptir máli að velja fisk sem ekki er kvikasilfursmengaður.

Hér er mikilvægt að lesa sér til hvaða tegundir eru taldar öruggar til neyslu.

Hrá egg
Ef þig langar mest í Ceasar salad skaltu endilega athuga hvað er í því. Hefðbundin sósa út á þetta salad er löguð með hráum eggjum sem geta verið mjög skaðleg fóstrinu ef salmonella er í eggjunum. Málið er að egg eiga að vera soðin!

Matur og drykkir sem ekki eru gerilsneyddir
Forðist mat og drykki sem ekki eru gerilsneyddir. Gerilsneyðing felst í því að hita mjólk og safa upp í hitastig sem drepur örverur án þess að breyta bragði matarins. Haldið ykkur við sterilíseraðar vörur.

Ógerilsneyddir ostar
Spurningin hér er hvort osturinn er gerilsneyddur. Í osti sem búinn er til úr ógerilsneyddri mjólk getur verið listeria bakterían og hana ætti maður að forðast meðan maður gengur með barn.  Þegar þú ferð til útlanda skaltu varast osta eins og  camembert, parmesan, feta, brie og ýmsa fleiri osta sem oft eru í boði í útlöndum.

Jurtate
Ekki hefur verið staðfest hvort jurtate hefur einhver áhrf á fóstrið en frekar er mælt með að barnshafandi konur láti það eiga sig. Ef löngunin í jurtate er hins vegar alveg yfirþyrmandi er líklega best að fá sér helst te án koffíns.

Matur sem þarf að geyma í kæli
Það er rétt að fara varlega í að borða mat með majónesi eins og t.d. kartöflusalat eða salatsósur sem hafa legið í kæli í búð lengi. Ef svona matur hefur verið á borðinu í einhvern tíma gæti hann verið orðinn skemmdur. Svona mat ættirðu frekar að borða heima.

Ef þú gefur barninu þínu besta mat sem völ er á allt frá byrjun er það á grænni grein. Þegar horft er til langs tíma eru það aðeins nokkrir mánuðir sem þú þarft að láta þennan mat eiga sig. Þegar barnið er fætt og það er ekki lengur á brjósti getur þú borðað hvað sem hugurinn girnist!

 

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here