Ef ætlunin er að auka vöðvamagn líkamans og losna við fitu verður fólk að láta unna fæðu sem alls staðar er í boði eiga sig og borða þess í stað svo til eingöngu óunninn mat eins kjöt, kartöflur, egg og ávexti.
Borðar þú svona mat en nærð samt ekki árangri? Gæti verið að maturinn sem þú borðar og heldur að sé Hollur valkostur sé ekki hollur? Hér fylgir listi yfir 10 fæðutegundir sem maður gæti haldið að væru hollar af því það stendur utan á umbúðunum að þær séu hollar en í raun er alls ekki svo.
1. Morgunkorn. Þarna stendur að morgunkornið sé hollt og næringarríkt og mælt með því sem megrunarfæðu. Lestu betur! Oft er mikill viðbættur sykur og salt í korninu og vítamínin og steine efnin eru gerviefni.
Hollur valkostur: samsettur morgunverður.
2. Granola stangir. Í granola stöngum eru ágætis hafrar og hnetur en límið í þeim er sýróp sem hækkar blóðsykurinn. Í sumum stöngunum eru jafnvel súkkulaðibitar sem breyta þeim í venjulegt sælgæti.
Hollur valkostur: heimatilbúnar stangir.
3. Jógúrt með ávöxtum. Fitusnauður matur er ekki endilega það sama og hollur matur. Á dollunni stendur að sykri, sýrópi eða gervisykri hafi verið bætt út í jógúrtið. Sama má segja um jógúrtís þar sem oft eru 20gr. af sykri í ½ bolla af ísnum.
Hollur valkostur: Hreint jógúrt sem þú brytjar sjálf(ur) ávexti út í.
4. Brauð. Þægilegt og bragðgott en ekki jafn heilsusamlegt og maður gæti haldið. Í heilhveitibrauði og öðru brauði úr grófu mjöli getur verið sýróp og transfitur. Of mikið brauðát er einfaldlega fitandi.
Hollur valkostur: Bakaðu sjálf(ur) brauðið þitt og draga úr daglegum skammti.
5. Samlokur. Oft stendur á umbúðunum að samlokurnar séu hitaeiningasnauðar en svo er brauðið hvítt, þær eru settar saman með sykruðum sósum oft á tíðum! Oft eru þær ekki nýjar og maður þarf langloku í yfirstærð til að fá magafylli.
Hollur valkostur: Settu saman þínar eigin samlokur.
6. Áxatasafi. Þó að safinn sé 100% ávaxtasafi er bætt í hann sykri, venjulega ávaxtasykri. Í einum bolla af ávaxtasafa eru oft 38gr. af sykri. Mikið magn af ávaxtasykri leiðir til offitu, veldur kólesterólsöfnun, gerir fólki erfitt fyrir að hafa hemil á mararlystinni o.s.frv.
Hollur valkostur: Pressaðu ávextina sjálf(ur) eða borðaðu bara ávextina!
7. Íþróttadrykkir. Þeir eiga að hjálpa manni að ná upp orkunni og halda efnaskiptunum í jafnvægi. En þetta eru bara sykraðir vatnsdrykkir með allt að 30 gr. af sykri í dós. Ef maður borðar hollan mat og lætur vera að drekka t.d. 7 lítra af vatni á æfingu er engin hætta á að vatnsbúskapur og efnaskipti líkamans brenglist.
Hollur valkostur: Fáið ykkur vatn meðan á æfingu stendur, prótein og sykur eftir æfingu.
8. Skyndibita-salat. Á þeim er sósa með miklum sykri og brauðteningar úr hvítu hveiti. Oft er skárra að panta sér tvöfaldan ostaborgara heldur en kjúklingasalat.
Hollur valkostur: Settu sjálf(ur) saman salatið þitt!
9. Frosnar máltíðir. Það er ekkert við frosnar kartöflur eða ávexti að athuga. En það er heilmargt athugavert við frosnar máltíðir sem oft eru merktar „léttar“ eða „hollar“. Þessi matur er þaulunninn, á honum eru sósur með miklum sykri og salti. Forðist þetta!
Hollur valkostur: Eldaðu sjálf(ur) matinn sem þú ætlar að borða.
10. Diet gos. Í því er gervisykur eins og t.d. aspartame sem mjög skiptar skoðanir eru um. Athugaðu málið og taktu ákvörðun um hvort þú vilt taka áhættuna. Það er að mörgu að hyggja!
Hollur valkostur: Vatn og aftur vatn með svolítilli sítrónu út í. Grænt te er líka góður drykkur