- 130 g brætt smjör
- 2 dl sykur
- 2 egg
- 2 tsk vanillusykur
- 5 dl hveiti
- 2 tsk lyftiduft
- 1 tsk matarsódi
- smá salt
- 1 ½ dl kakó
- 1 ¾ dl súrmjólk
- 75 g grófhakkað dökkt súkkulaði
- 75 g grófhakkað rjómasúkkulaði
- 20 Dumle karamellur, grófhakkaðar
Hitið ofninn í 200° og raðið 12 möffinsformum á ofnplötu (best er þó að setja þau í möffinskökuform sé það til).
Blandið saman hveiti, lyftidufti, matarsóda, vanillusykri, kakói og salti í skál.
Hrærið brædda smjörið, súrmjólk, sykur og egg saman í annari skál. Bætið þurrefnunum saman við og hrærið saman í slétt deig. Hrærið ¾ af hakkaða súkkulaðinu og helmingnum af Dumle karamellunum í deigið. Setjið deigið í möffinsformin og stráið því sem eftir var af súkkulaðinu og Dumle karamellunum yfir. Bakið í miðjum ofni í 15-18 mínútur.
Ljúfmeti og lekkerheit á Facebook.
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.