Með mikilvæg ráð fyrir nýbakaða feður

Faðir nokkur, Muhammed Nitoto, birti þessa mynd af sér, konu sinni og barni nýlega á samfélagsmiðlum. Hann vill miðla til annarra pabba sinni reynslu af tímabilinu þegar móðir og barn eru óaðskiljanleg því móðirin er að gefa barninu brjóst.

Hér er færslan í þýðingu Hún.is:

Í seinasta mánuði var mánuður brjóstagjafarinnar. Ég ákvað því að deila með ykkur smá þekkingu til annarra pabba og verðandi pabba. Svona líta fyrstu vikurnar og mánuðirnir, eftir að barnið þitt fæðist, út. Jebb. Ef mamman er með barnið á brjósti eru þau mestmegnis svona og þú gætir velt fyrir þér: „Hvað get ég gert?“ Hér eru 5 ráð varðandi þetta frá mér til allra pabba.

  1. Næturgjafirnar. Þegar mamman vaknar á nóttunni er gott að þú vaknir líka og bjóðist til að hjálpa ef þú getur, eða hvort hún vilji vatn. Hún mun örugglega afþakka en það, að þú bauðst til þess, kemur þér langt.
  2. Spurðu mömmuna hvort hún vilji ekki mjólka sig svo þú getir gefið barninu alltaf einu sinni á dag. Það er gott að deila álaginu og létta undir með mömmunni. Þú gætir þurft að „neyða“ hana til að hvíla sig inn á milli. Þetta er því góð leið til að láta hana hvíla sig. 
  3. Ekki velta þér upp úr því hversu lengi hún er að gefa brjóst. Þetta snýst ekki bara um að gefa barninu að borða heldur eru þarna að myndast órjúfanleg tengsl. Ekki, og ég endurtek, EKKI reyna að reka á eftir henni þegar hún er að gefa. Þetta er ekki þitt að stjórna og mun bara enda með leiðindum og þú munt ekki hafa betur.
  4. Vertu þolinmóður. Ég veit að fyrstu vikurnar sem pabbi ertu jafnspenntur og mamman, en finnst þú ekki jafn mikilvægur. Þinn tími mun koma fyrr en þú heldur. 
  5. Feðraorlof. Ef þú átt kost á því, TAKTU það þá. Þegar barnið þitt er pínulítið er það ekki bara mamman sem á að njóta þess. Þú heldur kannski að þú eigir bara að vera úti að skaffa peninga en treystu mér, þú getur alltaf aflað tekna en þú spólar ekki til baka í lífinu. Þú ert ekki meiri maður þó þú takir ekki orlof. Það er jafn mikilvægt fyrir þig sem föður að vera tengdur barninu frá byrjun.

 

Heimildir: CaféMom

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here