Með mjólkurglasi eða ilmandi kaffibolla!

Við Guðrún Veiga rákum augun í auglýsingu þar sem var verið að kynna súkkulaðikleinur. Þar sem við erum báðar mjög veikar fyrir súkkulaði var þetta auðvitað eitthvað sem okkur fannst ótrúlega spennandi og við fórum og versluðum okkur poka af þessum herlegheitum. Það er eiginlega varla hægt að lýsa því hvað þær eru góðar á bragðið og ég fæ bara vatn í munninn við að hugsa um þær. Með sjóðheitum kaffibolla eða mjólkurglasi hvenær sem er dagsins! Nammi!

Við vildum taka þetta skrefinu lengra og höfðum samband við Ömmubakstur sem á heiðurinn af þessum dásamlegu súkkulaðikleinum og spurðum hvort við mættum koma og sjá hvernig þessar kleinur verða til. Við hefðum viljað baða okkur upp úr súkkulaðifossinum en það hefði örugglega ekki verið vel séð.

 

Kíkið á þetta til að sjá myndband frá þessari ótrúlega skemmtilegu heimsókn!

SHARE