Með slípirokk og popp á sviðinu – Stemningin ólýsanleg!

Tónleikar Sniglabandsins og poppkórsins Vocal Project voru haldnir á Hvítasunnudag á stóra sviði Borgarleikhússins og það má með sanni segja að þakið hafi ætlað af húsinu þegar best lét en stemningin var æðisgengin. Sérstakur gestur var svo hinn dásamlegi texta- og lagahöfundur Magnús Þór Sigmundsson og tók hann 3 lög með Sniglabandinu og kórnum.

Sniglabandið skipa einstakir listamenn og sýndu þeir það og sönnuðu þetta kvöld að þeir hafa engu gleymt þó svo liðin séu 27 ár frá stofnun hljómsveitarinnar og brá meðal annars gítarleikari á leik með slípirokk og vindvél.

Vocal Project er, sem fyrr segir, poppkór og sungu þau lög Sniglabandsins bæði með og án hljómsveitarinnar en þau voru útsett af Matthíasi Baldurssyni sem einnig er kórstjóri, Þóru Marteinsdóttur, Karli Olgeirssyni og Gunnari Ben.

Hér eru myndir frá kvöldinu en þær voru allar teknar af Bent Marinósyni, benzo.is

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here