Það er komin nýjung á markaðinn á Íslandi. Nýjung sem getur bætt lífsgæði og líðan og hjálpa fólki að vinna á bólgum og verkjum, en við vitum að Íslendingar eru margir að eiga við króníska verki, gigtir og fleira. Þessi nýjung heitir Even Labs og er í Faxafeni.
Ein af meðferðum þeirra heitir Sweat. Þessi meðferð er algjört dúndur. Í meðferðinni liggur þú í góðu yfirlæti, á bekk með kodda og í jogging galla, vafin(n) í plast og „infrared“ teppi, hálfgerðan svefnpoka. Meðferðin sjálf tekur 55 mínútur. Algengast er að stilla hitann á 75°C en hægt er að fara upp í 85°C. Fyrir framan þig er sjónvarp þar sem þú getur horft á Netflix og haft það notalegt. Fyrir þá sem vilja brenna hitaeiningum þá er gott að vita að þú getur brennt 800 – 1600 hitaeiningum á 55 mínútum!
Þú mátt búast við að svitna meira en þú hefur nokkurn tímann gert og ef þú stundar einhvers konar líkamsrækt máttu búast við að svitna meira en venjulega næstu daga á eftir. Þú átt líka eftir að sofa betur næstu nætur og
Það sem þessi meðferð gerir er að minnka bólgur, bjúg og appelsínuhúð. Hún frískar upp á mann og er sérlega góð fyrir húðina og eykur kollagen framleiðslu.
Þessi meðferð er í boði í Shape House í LA og stjörnur á borð Kardashian og LL Cool J hafa nýtt sér þessa þjónustu.
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.
Vil bara þakka fyrir góðar greinar um vefjagigt og eins um þunglyndi vona þið haldið áftam að kynna ykkur málefni í þessum geira ég og allir læknar hefðum þurft a þessum uppl.að halda f 30-40 árum Takk