Meðgangan: 29. – 32. vika

Seinasti þriðjungur

Þetta er seinasti þriðjungur meðgöngunnar. Þú getur staðið þig að því að vera farin að telja dagana fram að settum degi og vonast til þess að fara af stað fyrr. En það er samt þannig að hver vika fram að fæðingu er barninu mikilvæg til að undirbúa það fyrir að koma í heiminn. Það þyngist hratt og eykur fituforðan sem hjálpar því eftir fæðinguna.

Mundu að þó það sé alltaf talað um 9 mánuða meðgöngu þá er alveg mögulegt að þú verðir ófrísk í 10 mánuði. 40 vikur eru alveg á 10. mánuð og sumar konur ganga 1 eða 2 vikur fram yfir það. Það verður fylgst með þér í mæðraskoðunum og ef fæðing er ekki að fara af stað náttúrulega getur verið að það þurfi að setja þig af stað.

Mánuður 8 (vika 29-32)

Barnið er að þroskast mikið og safna á sig fituforða. Það getur verið að þú finnir meira fyrir spörkum. Heilinn er að þroskast hratt núna og barnið sér og heyrir. Innri líffæri eru öll að verða tilbúin en lungun eiga aðeins eftir til að verða tilbúin.

Barnið er orðið um 43-45 sentimetrar og vegur allt að því 2200 grömm.

SHARE