Þetta myndband er tekið yfir 9 mánaða tímabil. Á myndbandinu, sem er tæplega ein og hálf mínúta að lengd, sjáum við konuna ganga í nokkrum fylkjum í Bandaríkjunum og bumban vex og dafnar. Jesse Beecher tók þetta skemmtilega myndband upp ásamt konu sinni, Lyru. Hann myndaði konu sína ganga um í 7 fylkjum,Washington, Oregon, California, Colorado, Massachusetts, New Hampshire og Maine, yfir níu mánaða tímabil. Það er alltaf gaman að sjá myndbönd af því ferli sem meðgangan er. Það er yndislegt að sjá nýtt líf vaxa og dafna!
[vimeo width=”600″ height=”325″ video_id=”73185104″]