Meðgangan: 13. – 16. vika

Annar þriðjungur

Þessi kafli er oft talinn besti partur meðgöngunnar. Þegar þarna er komið sögu er morgunógleðin oftast búin og aðrir fylgikvillar fyrstu þriggja mánuðanna að hætta. Nú fer andlit barnsins að mótast og þú gætir farið að finna fyrir hreyfingum í þessum mánuði, þegar barnið er að snúa sér og velta sér. Það er oftast í þessum þriðjungi (um 20 vikur) sem hægt er að komast að því hvaða kyn barnið er, með sónar.

Mánuður 4 (vika 13-16)

Hjartsláttur barnsins þíns heyrist örugglega mjög greinilega núna, þegar þú ferð í mæðraskoðun. Fingur og tær eru fullmótuð. Augnlok, augabrúnir, augnhár, neglur og hár eru mótuð. Tennur og bein eru enn í mótun og verða greinilegri með hverjum deginum. Barnið þitt getur meira að segja sogið þumalinn, geispað, teygt úr sér og grett sig.

Taugakerfið er að byrja að virka. Æxlunarfærin og kynfærin eru fullmótuð og læknirinn getur séð hvaða kyn þú munt eignast.

Í lok 4. mánaðar er barnið orðið um 15 sentimetrar og vegur um 113 grömm.

SHARE