Meðgangan: 37. – 40. vika

Mánuður 10 (vika 37-40)

Í þessum seinasta mánuði gætirðu farið af stað hvenær sem er. Þú tekur eftir að þú finnur minna fyrir hreyfingum af því plássið er orðið svo lítið. Á þessum tíma getur verið að barnið sé búið að skorða sig, þ.e. að skorða sig ofan í grindina til að undirbúa sig fyrir fæðingu. Þetta getur verið erfiður tími þar sem þú átt erfitt með að hreyfa þig auðveldlega.

Barnið þitt er tilbúið kynnast heiminum núna og það er einhversstaðar um eða yfir 50 sentimetrana og komið í fæðingarþyngdina sem er að meðaltali 3650 grömm á Íslandi.

Gangi þér vel!

Heimildir: clevelandclinic.org

SHARE