Meg Ryan (54) mætti í sínu fínasta pússi á Tony verðlaunahátíðina á dögunum. Það sem vakti athygli voru þrýstnar varir hennar og töluvert breytt útlit frá sinni fyrr ímynd. Meg hefur lifað tímana tvenna en segir nú að hún sé loksins komin á betri stað í lífinu. Hún hefur sagt í viðtölum að hún hafi ekki áhuga á því að tala um útlit og stíl og finnst aðeins fyndið að tala um það í nokkrar mínútur og svo fær hún leið á því.
Sjá einnig: Meg Ryan er alveg laus við hrukkur
Útlit hennar hefur mikið verið á milli tannanna hjá fólki á síðustu árum, því svo virðist sem hún hafi verið dugleg að fara til læknis til þess að láta fylla í andlit sitt, en annars er hún ekki mikið fyrir að ræða það.
Líf mitt hefur verið frekar helvíti leiðinlegt, en mér líður vel með hlutina núna.
Ég elska aldurinn minn. Ég elska lífið mitt núna. Ég elska persónuna sem ég er orðin, þessa sem ég hef þróast út í.
Dagbjört Ósk Heimisdóttir er af Ströndum en býr í borginni ásamt sonum sínum tveimur. Dagbjört er hárgreiðslumeistari en ákvað að breyta aðeins til að gerast penni hjá Hún.is. Nú starfar hún í frábæru teymi sem skrifar á vefinn.