Eins og þeir sem fylgjast með Bandarískri pólitík vita, hefur Repúblíkanaflokkurinn verið að berjast gegn rétti kvenna til að fara í fóstureyðingu. Stofnanir sem framkvæma fóstureyðingar hafa verið gagnrýndar og vilja Repúblíkanar meina það að konur eigi ekki að fá að velja hvort slík aðgerð sé framkvæmd. Konur hafa látið í sér heyra vegna þessa og hér má sjá skemmtilegt myndband þar sem hlutverkum er snúið við. Hvernig væri það ef konur ætluðu að taka ákvarðanir fyrir karlmenn varðandi líkama þeirra?