Það þótti sækja til tíðinda nú um jólin að Megan Fox opnaði aðgang að Twitter en hún hefur ekki verið með Twitter aðgang til þessa. Hún var fljót að vera komin upp í 250.000 „followers“ og póstaði hún þar nokkrum myndum af sér og lífi sínu.
Það entist samt ekki lengi því Megan Fox er hætt aftur á Twitter. Hún skrifaði svo á Facebook hjá sér útskýringu á þessu:
Sum ykkar hafa kannski tekið eftir því að ég er búin að loka Twitter aðgangi mínum. Ég hélt að 2013 yrði árið það sem ég myndi verða að fallegu „samfélagsmiðla fiðrildi“ en svo kemur bara í ljós að ég HATA þetta ennþá. Facebook er það mesta sem ég get gert núna, mér þykir það leitt.
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.