
Hin ólétta Meghan Markle (37) er alveg farin að kunna vel við sig í konungsfjölskyldunni og er víst farin að haga sér eins og hún sé konungborin.
Meghan hefur farið fram á það að hún fái að koma með sinn eigin kokk og sitt eigið teymi til að þrífa einkafæðingardeildina, sem hún mun koma til með að fæða sitt fyrsta barn í apríl.
Spítalinn sem Meghan mun eiga barnið á heitir St. Mary´s Hospital og er í London. Nóttin á spítalanum kostar aðeins 1,2 milljónir og William og Kate eignuðust börnin sín þar.
Í nýrri könnun komu sláandi niðurstöður í ljós varðandi hreinlæti á spítalanum, en spítalinn fékk bara 2 stig af 5 mögulegum. Að sögn heimildarmanns RadarOnline, varð Meghan „alveg brjáluð“ þegar hún komst það þessu og vill koma með sitt eigið fólk á svæðið.
Heimildir: RadarOnline