„Megi Karma finna ykkur öll!“

Hinn 79 ára gamli David Nagy var einn af þeim 7016 íbúum í Texas sem hefur látist vegna Covid -19. Hann varð veikur í byrjun júlí og var fluttur á spítala þar sem hann var greindur með kórónaveiruna. Heilsunni hrakaði hratt og læknarnir reyndu að hjálpa honum með öllum tiltækum ráðum og var hann um tíma í öndunarvél.

Sjá einnig: Breytti litlu rými í bar í Covid-ástandinu

Stacy, eiginkona David, gat ekki komið nálægt manni sínum og mátti bara tala við hann í gegnum rifu á hurðinni á stofu hans á spítalanum. „Hann var meðvitundarlaus í lokin og ég gat bara sagt honum að ég elskaði hann. Svo bara grét ég,“ sagði Stacy í viðtali nokkru. Þann 22. júlí varð David einn af þeim sem lést vegna sjúkdómsins.

Þegar David var látinn skrifaði Stacy minningarorð um mann sinn sem eru vissulega átakanleg og það er augljóst að hún er reið út í stjórnvöld og þá sem hafa ekki tekið Covid-19 nægilega alvarlega.

David W. Nagy lést þann 22. júlí árið 2020 á Christus Good Shepherd spítala í Longview. Hann kvaldist mikið vegna fylgifiska Covid-19 og einnig vegna aðskilnaðarins við fjölskyldu sína, en hann var í einangrun.

Hr. Nagy fæddist þann 7. nóvember 1940 í Salt Lake City í Utah og var mest allt líf sitt í California. Hann stofnaði heimili í nyrsta hluta Texas og bjó seinustu 3 árin í Jefferson.

Hr. Nagy skildi eftir sig óhuggandi eiginkonuna Stacy, fimm börn sín, þau Heath, Stephanie, Heather, David og Vikki, auk margra barnabarna og barnabarnabarna og vini.

Fjölskyldumeðlimir telja að David hefði ekki átt að þurfa að deyja. Þau kenna Trump, Abbott og fleiri stjórnmálamönnum um andlát hans. Þau hefðu átt að taka hættuna alvarlega og höfðu meiri áhyggjur af vinsældum sínum og atkvæðum, en lífum fólks.

Þau kenna líka fólkinu um, sem er of fávíst, sjálfmiðað og sjálfselskt til að geta fylgt ráðum heilbrigðisstarfsfólks og trúað því að það væri þeirra „réttur“ að vera ekki með grímu.

David gerði allt sem hann átti að gera, en þið gerðuð það ekki. Skammist ykkar öllsömul og megi Karma finna ykkur öll!

SHARE