Þessi stórsniðuga uppskrift er fengin af blogginu hennar Tinnu Bjargar. Ég mæli eindregið með því að þú fylgist með Tinnu á Facebook og fáir allar uppskriftirnar hennar beint í fréttaveituna.
Sjá einnig: Mexíkóskur mangókjúklingur
Þurrkaðir ávextir kosta sitt og því er um að gera að útbúa slíkt sælgæti bara sjálfur.
Meinhollar mangórúllur
2 mangó
olía
- Afhýðið mangó, skerið í bita og maukið vel í blandara.
- Sníðið til tvær bökunarpappírsarkir þannig að þær passi í botninn á sitthvorri ofnplötunni.
- Smyrjið pappírinn með örþunnu lagi af olíu. Ég nota eldhúspappír til að dreifa úr olíunni.
- Deilið mangópúrrunni jafn á ofnplöturnar og smyrjið með sleikju þannig að þunnt lag þekji svo til allan bökunarpappírinn.
Þurrkið mangóplöturnar í ofni við 80° í 4-5 klukkustundir eða þar til þær hafa þornað inn að miðju.
Klippið mangóplöturnar í ræmur og rúllið upp.
Einfaldara gæti það ekki verið.
Guðrún Veiga er fædd og uppalin á Eskifirði. Hún er mannfræðingur að mennt, mikill matgæðingur, mamma og múltítasker. Guðrún Veiga hefur skrifað fyrir hina ýmsu miðla, unnið í sjónvarpi og skrifað eitt stykki matreiðslubók.