Þrátt fyrir að dóttir Kim Kardashian klæðist rándýrum hátískufatnaði og sitji á fremsta bekk á tískuvikum víða um heim er hún ekki ólík öðrum börnum. Hún elskar teiknimyndina Frozen.
North sem er 21 mánaða gömul er svo yfir sig hrifin af teiknimyndinni að ferðataskan hennar er sérstök Frozen ferðataska þó líklegast hefðu flestir haldið að hún fengið Louis Vuitton eða Hermés tösku.
Kim Kardashian birti myndband á Instagram síðu sinni af dóttur sinni þar sem hún er dregin í gegnum flugvöll hangandi á ferðatöskunni sinni. Myndbandið hefur fengið mikla athygli en í því má sjá að North er ósköp venjulegt barn þrátt fyrir lúxus lífið.
https://www.youtube.com/watch?v=WBNtUMcaj_M&ps=docs
Tengdar greinar:
Lítil stelpa verður öskuvond þegar mamma hennar hlær af Frozen flutningi hennar
North West háorgandi á tískusýningu föður síns
Bíll með Kim Kardashian, Khloe, Kylie og North endaði úti í skurði
Kristín Helga er óumdeilanlega mesti Kardashian aðdáandi Íslands og nærliggjandi landa. Hennar heitasta ósk er að vera vinkona Khloe Kardashian.
Hún hefur áhuga á öllu mögulegu og þar á meðal að lesa og skrifa um fræga fólkið í Hollywood.