Mel B segir James Corden vera einn mesta skíthælinn í Hollywood

Mel B hefur látið hafa eftir sér að James Corden sé einn mesti skíthællinn í Hollywood. Hún kom fram í þættinum The Big Narstie Show á Channel 4 og varð spurð af Mo Gilligan: „Hver af fræga fólkinu er mesti skíthæll sem þú þekkir?“ Mel B svaraði: „Sko, það eru nokkrir. James Corden, Geri Halliwell, Jessie J og ég!“

Aðspurð um af hverju Geri Halliwell væri á listanum, en eins og flestir vita voru þær báðar í Spice Girls, sagði Mel B: „Ég elska hana ofsalega mikið, en hún er fo**** pirrandi.“

Þegar hún var spurð um James Corden sagði Mel B: „Mér finnst að fólk ætti alltaf að vera almennilegt við þá sem vinna með þeim, hvort sem það eru framleiðendur, ljósamanneskjan eða hljóðmanneskjan. Við vinnum öll að því sama og maður ætti bara að vera almennilegur og hann hefur ekki verið það.“

James Corden var nýverið bannaður tímabundið á veitingastað í New York eftir að eigandinn, Keith McNally, hélt því fram að hann væri leiðinlegur við starfsfólkið hans. Seinna talaði James sjálfur um atvikið í The Late Late Show og sagði: „Var þetta af því ég var ekki að öskra og garga, ég stóð ekki upp úr sætinu mínu, kallaði engan nöfnum eða notaði niðrandi orðalag? En í sannleika sagt hef ég alveg verið dónalegur, meira að segja mjög dónalegur. Ég kom með algjörlega óviðeigandi athugasemd sem var ekki sanngjarnt gagnvart þjóninum.“

SHARE