Melódísk flugfreyja rúllar upp Lorde smelli í 30 þúsund feta hæð

Hér má sjá Robynn Shayne, flugfreyju og söngkonu með meiru, munda gítarinn í 30 þúsund feta hæðum, en hún gerir stundum bæði – syngur og hlúir að öryggi farþega á flugferðum.

Til dæmis lagði hún frá sér uppblásið öryggisvestið eftir að hafa farið yfir helstu útgönguleiðir með hlessa flugfarþegum þegar langt flugferðalag var nýhafið, greip gítarinn og settist niður í eitt sætið sem var laust í vélinni.

Því næst sló hún á strengina og fór á kostum í órafmagnaðri útgáfu af lagi Lorde. Meðan allir farþegarnir hlýddu forviða og hugfangnir á. Sjálft myndbandið var tekið í rauntíma en það var vinnufélagi hinnar lagvísu Shayne sem tók stórskemmtilegt athæfið upp á símann sinn. Sá hinn sami vill reyndar fyrir alla muni koma melódískri flugfreyjunni í tengsl við útgáfufélag en engum sögum fer af því hvaða flugfélag Shayne flýgur fyrir.

Hins vegar hefur myndbandið farið eins og eldur í sinu um netið og sjálf Lorde er í skýjunum yfir flutningi Shayne og tísti þannig þessu:

.

1549466_838198899536656_4951119942362494014_n

.

Sjálf er Shayne er með Facebook síðu: Smellið HÉR

SHARE