Hér má sjá Robynn Shayne, flugfreyju og söngkonu með meiru, munda gítarinn í 30 þúsund feta hæðum, en hún gerir stundum bæði – syngur og hlúir að öryggi farþega á flugferðum.
Til dæmis lagði hún frá sér uppblásið öryggisvestið eftir að hafa farið yfir helstu útgönguleiðir með hlessa flugfarþegum þegar langt flugferðalag var nýhafið, greip gítarinn og settist niður í eitt sætið sem var laust í vélinni.
Því næst sló hún á strengina og fór á kostum í órafmagnaðri útgáfu af lagi Lorde. Meðan allir farþegarnir hlýddu forviða og hugfangnir á. Sjálft myndbandið var tekið í rauntíma en það var vinnufélagi hinnar lagvísu Shayne sem tók stórskemmtilegt athæfið upp á símann sinn. Sá hinn sami vill reyndar fyrir alla muni koma melódískri flugfreyjunni í tengsl við útgáfufélag en engum sögum fer af því hvaða flugfélag Shayne flýgur fyrir.
Hins vegar hefur myndbandið farið eins og eldur í sinu um netið og sjálf Lorde er í skýjunum yfir flutningi Shayne og tísti þannig þessu:
.
.
Sjálf er Shayne er með Facebook síðu: Smellið HÉR
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.