Melódískur dúett spannar alla poppsmelli ársins 2014 á 2.5 mínútum

Þetta melódíska par sem skipar dúettinn Us the Duo tekur hér ótrúlega lagasyrpu sem spannar á þremur mínútum vinsælustu smelli ársins 2014, en þau renna hér gegnum listann áreynslulaust og fullkomlega samstíga.

Parið heitir Michael og Carissa Alvarado en þau eru gift og skaut þeim rækilega upp á stjörnuhimininn á þessu ári gegnum Vine appið, þar sem þau taka sex sekúndna lagabrot sem þau nefna einfaldlega #6secondcovers en þau undirrituðu nýverið samning við Republic Records, hafa haldið fjölmarga tónleika og gáfu út sína fyrstu plötu, sem ber heitið No Matter Where You Are.

Michael og Carissa eru um þessar mundir að vinna að nýju albúmi sem þau munu helga frumsömdum lögum og sögðu þannig í viðtali við Buzzfeed að myndbandið hér að neðan væri þeirra lokaframlag til tónlistar annarra og þeirra leið til að heiðra árið sem er að líða.

Von er á nýrri plötu frá þeim hjónum á nýju ári, en hér taka þau ljúfa rispu:

Ótrúlegur! – Tveggja ára gutti „dubsteppar“

Sjáðu vinsælustu lög ársins 2014

The Voice: Magnþrungin frammistaða 18 ára á tónlist Beyoncé

SHARE