Nokkrir menn koma fyrir í Mens Health tímaritinu, sem hafa með einhverju móti gengið í gegnum erfiðleika í lífi sínu, hvort sem um líkamleg eða andleg áföll eru um að ræða og eru nú í besta formi lífs síns.
Sjá einnig: Hugrakkir hermenn – Vörum við afhjúpandi myndum
Sjá einnig: Missti hluta höfuðkúpunnar eftir hrottalega árás – Fær 58 milljón dali í skaðabætur
Jonathan Benson (33) greindist með Crohns sjúkdóminn þegar hann var 22 ára sem varð til þess að hann varð að hætta öllum ólifnaði og óhollustu. Crohns er sjálfsónæmis sjúkdómur sem hefur áhrif á meltingarfærin og vanalega krefst hann lyfjagjafar og jafnvel aðgerðar, en Jonathan ákvað að sleppa öllum lyfjum og breytti algerlega um lífsstíl.
Mark Ormrod (31) er fyrrum hermaður og missti báðar fætur fyrir neðan hné og annan handlegginn í sprengjuárás. Hann var staðsettur í Afghanistan þegar sprengjuárásin átti sér stað á gamlárskvöld árið 2007 en þrátt fyrir að meiðsl hann hafi brotið hann niður, ákvað hann að taka sig saman og byrjaði að lyfta lóðum um leið og hann sá sér færi til.
Jack Eyers (26) fæddist með vanskapaðan fót en lét fjarlægja hann síðar á fullorðins árum. Eftir að hafa látið fjarlægja á sér fótinn hefur Jack unnið sér inn feril sem módel, leikari og einstaklega eftirsóttur einkaþjálfari.
Jonathan Fear (46) fæddist með vansköpuð rif sem þrýstu á hjarta hans og seinna þurfti hann að kljást við skelfilegan heilasjúkdóm og heilahimnubólgu. Þegar hann var 17 ára byrjaði hann að æfa og hefur alla tíð æft stíft á milli aðgerða. Þegar hann greindist með heilasjúkdóminn varð hann eins og lítið barn sem gat vart talað og foreldrar hans þurftu að gera allt fyrir hann. Jonathan hefur aldrei gefist upp og mun ekki láta sjúkdóm sinn koma í veg fyrir að hann komist á æfingar.
Rich Smith (29) missti báða foreldra sína og systur í flugslysi þegar hann var 18 ára gamall. Hann lifði við mikinn kvíða og innri sársauka eftir dauða þeirra. Rich segir að hann taki reiði sína og sorg út í ræktinni og stefnir hann að því að gerast lögregluþjónn, svo hann geti hjálpað fólki sem á um sárt að binda.
Dagbjört Ósk Heimisdóttir er af Ströndum en býr í borginni ásamt sonum sínum tveimur. Dagbjört er hárgreiðslumeistari en ákvað að breyta aðeins til að gerast penni hjá Hún.is. Nú starfar hún í frábæru teymi sem skrifar á vefinn.