Fyrir ykkur sem muna það ekki þá er þessi ungi maður sérlega hrifinn af því að fara í alls kyns lýtaaðgerðir og meðferðir með það að markmiði að líta sem mest út eins og Ken barbídúkkan. Hann heitir Rodrigo Alves (33), er brasilískur að uppruna og starfar sem flugþjónn. Hann hefur farið í hvorki meira né minna en 43 lýtaaðgerðir og hefur látið gera við nef sitt í þrígang, en síðast komst það í fréttirnar að hann lenti í því óláni að nef hans byrjaði að rotna og var því næstum dottið af.
Sjá einnig: Lýtaaðgerðafíkill – Nef hans byrjaði að rotna!
Kappinn býr bæði í London og á Spáni en hann ákvað að skella sér á einn fínasta veitingastað Los Angeles með dömu upp á árminum.
Fyrr í mánuðinum gaf hann út þá yfirlýsingu að hann væri nú hættur öllum lýtaaðgerðum og er það til komið vegna þess að veruleg sýking kom í nef hans eftir síðustu aðgerð og má hann í raun þakka fyrir að vera með nef í dag. Hann segir þó að hann ætli sér ekki að hætta að fara í annarslags meðferðir í fegrunarskyni, þrátt fyrir að hann ætli sér ekki að leggjast undir hnífinn aftur.
Rodrigo stefnir á að viðhalda fegurð sinni og ungleika með því að fara í laseraðgerðir og láta fyrsta fitu sína, svo hann geti litið vel út í þröngu sundskýlunni sinni.
Sjá einnig: 8 manns sem fengu lýtaaðgerðir á heilann
Dagbjört Ósk Heimisdóttir er af Ströndum en býr í borginni ásamt sonum sínum tveimur. Dagbjört er hárgreiðslumeistari en ákvað að breyta aðeins til að gerast penni hjá Hún.is. Nú starfar hún í frábæru teymi sem skrifar á vefinn.